Saturday, September 23, 2006

Nýtt blogg!

Er komin með nýtt og betra blogg :)

www.bjarneygunn.bloggar.is

Friday, September 08, 2006

Komin heim á klakann :)

Góðan og blessaðan daginn :)

Muniði eftir mér? Ég veit að það er alveg ógurlega langt síðan ég bloggaði síðast, ég vona bara að þið fyrirgefið mér letina! Það er aldrei að vita nema þetta skáni á næstunni (segi ég þetta ekki alltaf?!?) Haha :)

Allavegana þá hafa orðið miklar breytingar á mínu lífi síðasta mánuðinn. Ég er semsagt flutt heim á klakann, gaf bara skít í USA og er núna lent á Íslandinu hina góða :):):)

Ég fór sko alveg út eins og planið var en áttaði mig svo bara á því eftir 2 vikur að ég vildi ekki vera þar! Þannig að núna er ég byrjuð á Laugarvatni í íþróttakennaraháskólanum og það er alveg ÆÐISLEGT!!!

Ég er semsagt enn á lífi og núna er bloggið mitt komið úr löngu sumarfríi ;)

Heyrumst fljótt :)

Monday, June 05, 2006

SUMARFRÍ

Hæhæ og hóhó!
Ég hef ákveðið að taka mér sumarfrí frá blogginu næstu mánuðina. Reyndar byrjaði þetta sumarfrí fyrir tveimur mánuðum!!! (úps!)
En ég er komin heim á klakann og verð hérna í sumar. Ég verð að vinna með knattspyrnu- og heilsdagsskóla Víkings og að þjálfa 4. flokk kvenna þar. Sjálf ætla ég að spila með HK/Víking þannig að þetta verður heljarinnar fótboltasumar!
Ég fer svo aftur út til New York í ágúst og byrja þá aftur að blogga :)

Hafið það gott og GLEÐILEGT SUMAR :)

Friday, March 31, 2006

Alltaf a sidustu stundu!

Juju, alltaf a sidustu stundu med bloggid....var einhver ad tala um frestara? Eg held ad eg se alveg loggildur medlimur i teim klubbi!
Annars er eg komin aftur til New York eftir frabaert vorfri i Paris hja strakunum minum :) Tad var alveg frabaert ad vera bara i rolegheitum og slappa af i tessari aedislegu borg og audvitad var aedislegt ad sja aftur Pabba og Adda og strakana.
Eg stoppadi lika a Islandi i 2 daga i sma "surprise" heimsokn, tad var mjog gaman! Takk fyrir sidast allir sem eg nadi ad hitta :) Tad var geggjad ad sja andlitin a folki tegar eg bara allt i einu birtist...sumir trudu varla sinum eigin augum (nefni engin nofn!) haha :)
Svo kem eg aftur til Islands um paskana tvi Nonni brodir er ad fara ad fermast. Ta stoppa eg adeins lengur en samt bara i 4 daga!
Tetta verdur bara stutt blogg nuna, annars er allt gott ad fretta hedan. Vorid er komid, tad er gott vedur, sol og hiti og eg er bara mjog hamingjusom....segi ekki meira ;)
Bless i bili :)


P.S. Minni a myndirnar sem eg setti inn :)

Monday, March 27, 2006

Myndir :)

Búin að setja inn myndir frá New York og París :)
Skrifa meira fljótlega :)
Bless í bili!

Tuesday, February 28, 2006

Sidasti sens!

Ja, tad ma ekki seinna vera....eg rett nae einu bloggi a tessum sidasta degi februar manadar! Hehe...allavegana stend eg vid loford mitt to taept se og eg fylgi mottoinu minu ad seint koma sumir/sum blogg en koma to :) Tid verdid ad afsaka en eg er upp i skola tannig ad tad eru engir islenskir stafir!

Tad er buid ad vera nog ad gera tennan manud vid ad sinna gestum og buid ad vera rosalega gaman :) I byrjun manadarins komu fotboltastelpurnar Olla, Tinna, Torunn Helga og Dora i sma helgarheimsokn og Sigurros, Steinn og Lilja sem bua i Connecticut voru einmitt lika herna tannig ad tad var alger Islendingainnras i stora eplid. Vid forum oll saman ut ad borda a Planet Hollywood og kiktum svo a djammid. Kvoldid eftir forum vid a Hard Rock Cafe og svo otrulega vildi til ad a naesta bordi satu einmitt 2 Islendingar...hehe, ja litill heimur!
Svo kom Osk i heimsokn og var i rumlega viku eda 9 daga og skemmtum vid vinkonurnar okkur sko konunglega herna i storborginni. Vid forum ad sja tvo Broadway play, saum baedi Rent og Lion King, tad var geggjad. Tetta voru mjog olikar syningar en badar mjog skemmtilegar og flottar. Vid forum lika allt tad helsta af adal turistahringnum eins og chinatown, little-italy, ground zero og fleira. Sidan renndum vid okkur a snjototum i Central Park i metsnjonum sem var herna i New York og lobbudum yfir Brooklyn brunna og leitudum ad fraegum isstad sem vid fundum ad lokum og fengum mjog godan is tar. Audvitad var lika kikt i nokkrar budir og svo voru hinir ymsu veitingastadir profadir t.d. italskir, franskir, bandariskir, indverskir og framandi!
Lauren og Hilary, tvaer vinkonur minar fra Keene, komu lika i heimsokna medan Osk var herna og var tad mjog gaman, ta var mikid bordad, mikid fiflast og mikid hlegid...semsagt mikil skemmtun :)
Sidast en ekki sist komu mamma og Bergsteinn og eru tau bara nyfarin aftur til Islands. Tad var lika rosalega gaman ad fa tau i heimsokn og ta var litli turistahringurinn farinn aftur og fleiri veitingastadir profadir. Dagurinn byrjadi alltaf a alvoru morgunverdi a ekta Dinerum og svo var sest inn a hin og tessi kaffihus til ad hlyja ser med kaffi eda kakoi en tad er buid ad vera alveg rosalega kalt herna sidustu daga. Vid forum lika ad sja Romeu og Juliu i Metropolitan Operunni en Kristinn Sigmundsson fer med eitt hlutverk i verkinu. Tad var mjog gaman og mikid aevintyri ad sja operu i tessu flotta tonlistarhusi!

Ad lokum verd eg ad segja ykkur fra nyjasta fararmatanum minum en tad er litid hjol sem haegt er ad brjota saman og halda svo bara a undir handleggnum tegar madur fer eitthvert inn. Tad er svoldid erfitt ad lysa tvi tannig ad tid verdid bara ad sja mynd en tad er ykt litid og saett!
Ta erud tid buin ad fa sma yfirlit yfir atburdi februarmanadar en naest a dagskra hja mer eru namsbaekurnar og raektin tangad til eg fer i heimsokn til strakanna minna i Paris yfir Spring brake :):):)

Tangad til naest...hafid tad gott :)

P.S. Takk fyrir frabaera daga tid sem hafid verid her i NYC :)
P.S.1. Takk fyrir kommentin...gott ad tid ytid a eftir mer med bloggin ;)
P.S.2. Tad verdur kannski langt i annad blogg (to ekki meira en manudur!) en eg lofa ad setja lika inn myndir i tessum manudi :)

Thursday, January 26, 2006

New York, New York


Váá....þetta er alveg meiriháttar borg....og ég bý hérna :) Ég þarf oft að klípa sjálfa mig í handlegginn til að minna mig á að þetta er ekki einhver draumur heldur raunverulegt! Já, það er sko satt að New York borg eða stóra eplið er ótrúlegur staður. Hérna er bókstaflega ALLT...sama hvað klukkan er eða hvaða dagur er það er alltaf eitthvað um að vera!
Það er líka ótrúlega margt að sjá...fjölbreytileikinn er sko rosalegur. Maður þarf að passa sig að vera ekki of mikið að horfa í kringum sig eða líta upp eftir skýjakljúfrunum því þá gæti maður annaðhvort orðið fyrir bíl eða stigið ofan í drullupoll eins og kom fyrir mig! (þ.e.a.s. ég steig ofaní drullupoll af því ég var ekki að horfa fram fyrir mig....sem betur fer var það ekki bíllinn!)
Ég bý á mjög góðum stað á Upper West Side...og get labbað í skólann á svona hálftíma eða tekið subway. Ég er með sérherbergi með eigin baði :) (það er eins gott að það er ekki myndavél í herberginu eða einhver að kíkja inn um gluggann því fyrstu dagana hérna þá kom það fyrir að ég tók Chandler/Joey dansinn (*hóst*auli*hóst*) og það er ekkert sem á að sjást utan fjölskyldunnar!) Hehe :)

Nýja heimilisfangið mitt er:
Bjarney Gunnarsdóttir apt.104
350 West 88th Street
New York, NY 10024
U.S.A.

Herbergissíminn minn er 212-724-6100 (byðjið svo um room 104)
og gemsinn minn er 516-669-4087
Þið sem eruð á ferðinni...það er skylda að hafa samband! Eða ef þið viljið skella ykkur í helgarferð þá eruð þið alltaf velkomin :) Ég má taka á móti 2 gestum í einu!

Ég set svo inn myndir flótlega af herlegheitunum :)
Þetta er nú blogg nr.2 í þessum mánuði en ég lofa ekki áframhaldandi dugnaði (skv. mínum mælikvarða)...aftur á móti ætla ég að halda mig við það að láta vita af mér einu sinni í mánuði eins og í fyrra. Svo er aldrei að vita nema einhvern tímann verði ég duglegari (líklegt!!!) ;) Það voru allavegana ekki nein áramótaheit sett um betri bloggun!
En þangað til næst,
yfir og út :)